Mannúð

Hreysti

Viska

 • images/RotateImage/haust2015/2014-11-14 12.08.21.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/20140826_102028.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/20140826_112926.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/20140912_110013.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/20140925_120701.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/20141006_085820.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/20141023_161011.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/Skgarfer des.14 045.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/Unglingadeild skreytingadagur 5.jpg
 • images/RotateImage/haust2015/2014 142.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/2014 172.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/2014 177.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/Eldvarnarvika 014.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/Fjrufer Selvk 005.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/IMG_0048.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/Jla-notalegheit 008.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/Spilakvld sklanum 004.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/Text25C325ADlmennt252018.09.2527142520008.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/leikur snj 013.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/liltu jlin 013.JPG
 • images/RotateImage/haust2015/liltu jlin 023.JPG
Blönduskóli
v/ Húnabraut
540 Blönduósi
S: 452 4147

Skólaslit 2016

IMG 6044

Skólaslit Blönduskóla 2016 fóru fram í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni.

Dagskráin hófst með stuttu myndbandi með kveðju til lestrarammanna góðu sem sinnt hafa nemendum 1. – 5. bekkjar í vetur. Það myndband má sjá á Youtube en það heitir Lestrarömmur eru bestar.

Þórhalla skólastjóri bauð viðstadda velkomna og í ræðu sinni fjallaði hún meðal annars um skólastarf vetrarins en vísaði gestum á frétta- og myndasíðu skólans til að þeir gætu séð hversu fjölbreytt starf fer fram í skólanum.

Víkingur Leon Þórðarson nemandi í 7. bekk flutti ljóð sem hann flutti í vetur á framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi, en hann lenti þar í 3. sæti.

Umsjónarkennarar afhentu vitnisburði og að venju voru útskriftarnemum afhentar viðurkenningar; Minningarsjóður um Þorbjörgu Bergþórsdóttur veitir viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku, Danska sendiráðið á Íslandi gefur verðlaun þeim nemanda sem bestum árangri nær í dönsku og svo veitir skólinn verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur á skólaprófum. Að þessu sinni var það Klara Rún Birgisdóttir sem hlaut verðlaunin frá Danska sendiráðinu en Alma Einarsdóttir frá minningarsjóðnum og skólanum. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn sem og öllum útskriftarnemum.

Starfsfólk Blönduskóla þakkar nemendum og foreldrum samfylgdina á skólaárinu sem nú er lokið. Skólasetning verður 22. ágúst n.k. en skóladagatal næsta skólaárs má nálgast hér á heimasíðunni undir krækjunni Skólinn.

Fjölmargar myndir frá skólaslitunum má sjá á myndasíðunni okkar.

Gleðilegt sumar.

Tapað / fundið

Á döfinni

Mynd augnabliksins

Mabyrjun 007.JPG

Teljari

Í dagÍ dag5
Heildarfjöldi heimsóknaHeildarfjöldi heimsókna135312