Fréttir

11.02.2021

Skólablaðið VIT

Skólablaðið VIT er komið í dreifingu!
08.02.2021

Árshátíð Blönduskóla 2021

Árshátíð Blönduskóla 2021 verður haldin föstudaginn 12. febrúar eins og áætlað var þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Árshátíðin verður rafræn að þessu sinni þannig að öllum gefst kostur á að njóta. Í boði verða tvö leikrit; annars vegar mun 7. bekkur flytja okkur leikþátt sem er samsettur úr hinum þekktu sögum um Nýju fötin keisarans, Rauðhettu og úlfinn og Hans og Grétu og hins vegar mun 8. – 10. bekkur sýna söngleikinn Bugsy Malone. Leikstjóri beggja verkanna er Snæfríður Sól Gunnarsdóttir sviðshöfundur. Einnig er gert ráð fyrir að Blönduvision verði á sínum stað þó hún verði ekki í formi keppni að þessu sinni.
18.12.2020

9. og 10. bekkur styrktu góð málefni á litlu jólunum.

Undanfarin ár hefur sú hefð skapast í Blönduskóla að bekkirnir ákveða hvort þau vilji gefa pakkagjöf sín á milli eða styrkja góð málefni. 9. og 10. bekkur ákváðu að þessu sinni að gáfu peninga til góðra málefna. Bæði styrktu þau UNICEF og Team trees, alþjóðlegt gróðursetningarverkefni.
11.12.2020

Skreytingadagur