Fréttir

09.10.2019

Íþróttadagur Blönduskóla

Íþróttadagur Blönduskóla verður haldinn á morgun fimmtudaginn 10. október. Dagskráin hefst kl. 8:00 á Ólympíuhlaupi ÍSÍ þar sem nemendur og kennarar velja sér vegalengd við hæfi, þ.e. 2,5 km eða 5 km. Skráning í 5 km hlaup er fyrirfram hjá umsjónarkennara vegna tímatöku. Áhersla er lögð á að allir séu með og hver og einn hlaupi á sínum hraða. Allir hafi endurskins merki og klæði sig vel (muna eftir húfu og vettlingum). Að hlaupi loknu fara nemendur upp á pallana í íþróttahúsinu og borða nestið sitt en boðið verður upp á fría mjólk í boði MS.
27.09.2019

Loftlagsverkfall

Nemendur í 7. og 8. bekk slepptu skóla klukkan 11:00 til að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum ásamt öðrum nemendum og starfsfólki skólans. Farin var kröfuganga frá skólanum og gengið upp í sjoppu, niður í búð og svo út á sveitarstjórnarskrifstofu þar sem þau afhentu bæjaryfirvöldum áskorun um að gera betur í loftslagsmálum.
26.09.2019

Fjölskylduganga

Mánudaginn 23. september var farið í fjölskyldugöngu í tengslum við verkefnið ,,Göngum í skólann". Rúmlega 50 þátttakendur af öllum aldri tóku þátt í fjölskyldugöngunni í blíðskapar veðri.
20.09.2019

Samræmd próf