Fréttir

13.08.2019

Skólasetning

Blönduskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 11:00 í Blönduóskirkju. Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum. Að lokinni skólasetningarathöfn munu nemendur hitta umsjónarkennara sína og fá afhentar stundatöflur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
27.05.2019

Útihátíð og skólaslit

Föstudaginn 31. maí verður útihátíð Blönduskóla frá kl. 11-13. Foreldrar eru velkomnir á hátíðina. Kl. 17 verða skólaslit Blönduskóla í Félagheimilinu á Blönduósi.
22.05.2019

Vorsýning Blönduskóla

Vorsýning á verkum nemenda í Blönduskóla verður á efri hæð íþróttahússins föstudaginn 24. maí frá kl. 15-18. Þá gefst bæjarbúum tækifæri á að koma og skoða þá vinnu sem nemendur hafa verið að vinna í vetur í myndmennt, textílmennt og öðrum námsgreinum. Sýningin verður opin frá 15-18 og allir eru velkomnir. Foreldrar og aðrir ættingjar nemenda sérstaklega hvattir til að mæta.