Undanfarin ár hefur sú hefð skapast í Blönduskóla að bekkirnir ákveða hvort þau vilji gefa pakkagjöf sín á milli eða styrkja góð málefni.
9. og 10. bekkur ákváðu að þessu sinni að gáfu peninga til góðra málefna. Bæði styrktu þau UNICEF og Team trees, alþjóðlegt gróðursetningarverkefni.
Lestrarátak Blönduskóla fór fram í desember.
Bæði foreldrar og nemedur voru hvattir til að lesa upphátt í 15 mínútur á dag.
Góð þátttaka var í lestrarátakinu og voru 4 nemendur og eitt foreldri dregið út og hlutu þau öll bók að gjöf frá skólanum.
Það kom skemmtilega á óvart hversu margir foreldrar skiluðu inn miða en 65 foreldrar tóku þátt að þessu sinni.