Fréttir

03.04.2020

Fyrirlestrar fyrir foreldra

Menntavísindasvið í samstarfi við Heimili og skóla ýtir úr vör fyrirlestraröð á ZOOM fyrir foreldra.
21.02.2020

Grímuball á öskudaginn

Árlegt grímuball Blönduskóla og Barnabæjar verður á sínum stað í Félagsheimilinu á Blönduósi á öskudaginn, miðvikudaginn 26. febrúar. Húsið opnar kl. 16:15 og hálftíma síðar verður marserað, dansað, kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað meira. Ballinu lýkur kl. 18:00. Miðaverð er kr. 500 fyrir grímuklædda en kr. 1.000 fyrir aðra.
13.02.2020

Skóla aflýst á morgun og frestun árshátíðar

Appelsínugul viðvörun er fyrir Norðurland vestra allan daginn á morgun, föstudaginn 14. febrúar og fram að miðnætti. Vegna slæmrar veðurspár og tilmæla frá Almennanefnd Norðurlands-vestra verða því bæði grunn- og leikskóli lokaðir. Árshátíð Blönduskóla verður færð aftur um sólahring og verður haldin laugardaginn 15. febrúar kl. 19:00.