Árshátíð Blönduskóla 2021 verður haldin rafræn föstudaginn 12. febrúar. 7. bekkur mun flytja leikþátt sem er samsettur úr hinum þekktu sögum um Nýju fötin keisarans, Rauðhettu og úlfinn og Hans og Grétu og 8. – 10. bekkur munu sýna söngleikinn Bugsy Malone. Leikstjóri er Snæfríður Sól Gunnarsdóttir sviðshöfundur. Einnig verður Blönduvision á sínum stað!