Fréttir

12.12.2019

Skreytingadagur á morgun

Á morgun er árlegur skreytingadagur. Hefðbundin kennsla brotin upp með einhverju jólastússi en íþróttatímar verða þó í öllum bekkjum.
09.12.2019

Skólahald fellur niður á morgun þriðjudag og á miðvikudag

Allt skólahald fellur niður í Blönduskóla, bæði skóla og skóladagheimili, á morgun þriðjudag og á miðvikudag. Veðurspáin er verulega slæm fyrir okkar svæði og hefur veðurstofa gefið út appelsínugula og rauða viðvörun.
03.12.2019

Jólakósý

Jólakósý verður miðvikudaginn 4.desember kl. 16:30- ca. 19:00. Verður það með svipuðu sniði og síðasta ár en breytt staðsetning og verður það haldið í Harmonikkusalnum, Þverbraut 1. Foreldrafélagið verður með föndur til sölu . 10.bekkur verður með kaffisölu og nemendur frá Tónlistarskólanum verða einnig með tónlistaratriði.