Fréttir

16.12.2021

Skóli í kassa

Krakkarnir í 5. og 6. bekk gáfu Skóla í kassa til UNICEF en þau völdu sjálf málefnið. „Skóli í kassa“ inniheldur allt sem þarf til að börn geti haldið skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður.
01.12.2021

Blönduskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í afleysingu til 31. maí 2022.

Um er að ræða u.þ.b. 50% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf um eða fljótlega eftir áramót. Óskað er eftir einstakling sem er tilbúinn til að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna.
26.11.2021

Heimsókn í skólann

Við fengum skemmtilega heimsókn í þriðja og fjórða bekk í morgun frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Heimsóknir í 3. bekk grunnskólanna er liður í átakinu.