Fréttir

27.05.2019

Útihátíð og skólaslit

Föstudaginn 31. maí verður útihátíð Blönduskóla frá kl. 11-13. Foreldrar eru velkomnir á hátíðina. Kl. 17 verða skólaslit Blönduskóla í Félagheimilinu á Blönduósi.
22.05.2019

Vorsýning Blönduskóla

Vorsýning á verkum nemenda í Blönduskóla verður á efri hæð íþróttahússins föstudaginn 24. maí frá kl. 15-18. Þá gefst bæjarbúum tækifæri á að koma og skoða þá vinnu sem nemendur hafa verið að vinna í vetur í myndmennt, textílmennt og öðrum námsgreinum. Sýningin verður opin frá 15-18 og allir eru velkomnir. Foreldrar og aðrir ættingjar nemenda sérstaklega hvattir til að mæta.
20.05.2019

Símalaus vika í Blönduskóla

Skólavikuna 20.-24. maí er símalaus vika hjá öllum nemendum skólans.