Bekkjarfulltrúar

Hlutverk bekkjarfulltrúa

Starf bekkjarfulltrúa felur fyrst og fremst í sér að vera leiðtogar í hópi foreldra í bekknum, fremstir meðal jafningja. Þeir gegna hlutverki verkstjóra sem hafa jákvæða hvatningu að leiðarljósi. Taka þátt í starfi foreldrafélagsins og virkja aðra foreldra til samstarfs.

Þeir skipuleggja bekkjarskemmtun utan skólatíma til að nemendur og foreldrar hittist, kynnist og eigi ánægjulega stund saman. Viðmið: Hittast a.m.k einu sinni fyrir jól og einu sinni eftir jól. Athugið að bekkjarfulltrúar eiga ekki að vera skemmtanastjórar heldur er mikilvægasta starf þeirra að virkja aðra foreldra til samstarfs. Bekkjarfulltrúar geta einnig aðstoðað kennara við að finna aðstoðarmenn þegar þess gerist þörf t.d. í vettfangsferðir.

Hugmyndir fyrir bekkjarfulltrúa má finna hér en svo er um að gera að spyrja börnin hvað þau vilji gera.

Munum að hafa gaman að því að vera bekkjarfulltrúi.

Bekkjarfulltrúar eftirfarandi barna skólaárið 2019-2020 eru: 

1-2. bekkur: Arinbjörn Otri Jakobsson
                     Arnór Freyr Sigurgeirsson
                     Birna Sól Jónsdóttir
                     Fanndís Freyja Ármannsdóttir

3-4. bekkur: Freydís Ösp Stefánsdóttir
                      Guðbjörg Lilja Sighvatsdóttir
                      Ólafur Gunnar Gunnarsson
                      Rebekka Kristín Danielsdóttir

5-6. bekkur: Kristján Freyr Hallbjörnsson
                      Laufey María Magnúsdóttir
                      Móeiður Arna Agnesardóttir
                      Sigurjón Bjarni Guðmundsson 

7-8. bekkur: Haukur Ingi Ólafsson
                      Jakub Magdziak
                      Óliver Pálmi Ingvarsson
                      Unnur Borg Ólafsdóttir

9-10. bekkur: Aron Máni Traustason
                        Emma Karen Jónsdóttir
                        Fanney Björg Elmarsdóttir
                        Tomasz Michal Piatek