Hægt er að senda póst með fyrirspurnum eða ábendingum á foreldrafelag@blonduskoli.is
Í stjórn foreldrafélags Blönduskóla 2020-2021 eru:
Inga Sóley Jónsdóttir - formaður
Sigurveig Sigurðardóttir
Rannveig Rós Bjarnadóttir
Magnea Jóna Pálmadóttir og
Guðbjörg Eva Guðbrandsdóttir
Varamenn: Lea Rakel Amlin og Ragnheiður Blöndal Benediktsdóttir
Fulltrúar í skólaráði: Rannveig Rós Bjarnadóttir og Jón Örn Stefánsson
Lög Foreldrafélags Blönduskóla
(Samþykkt á stofnfundi félagsins þ.20.05.1996.)
1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Blönduskóla. Í félaginu eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum.
2. gr.
Markmið félagsins eru að:
3. gr.
Stjórn félagsins er skipuð fimm foreldrum eða forráðamönnum nemenda skólans og tveimur varamönnum. Stjórnin skal skipuð formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnanda. Formaður skal kosinn sérstaklega. Aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, tveir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum.
4. gr.
Stjórn boðar til aðalfundar með minnst sjö daga fyrirvara. Skal fundurinn haldinn fyrir lok mars ár hvert. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf auk annarra mála sem kynnt eru í fundarboði. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
5. gr.
Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni. Stjórnin setur nefndum verkáætlun í samráði við þær.
6. gr.
Í upphafi skólaárs skal kjósa tvo fulltrúa foreldra eða forráðmanna úr hverri bekkjardeild. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og forráðamanna við nemendur og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar. Bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Stjórn foreldrafélagsins setur bekkjarfulltrúum starfsreglur.
7. gr.
Fulltrúaráðið skal koma saman eigi sjaldnar en þrisvar á skólaárinu. Fyrsti fundur skal haldinn eigi síðar en fyrir lok október. Stjórn foreldrafélagsins undirbýr og boðar til þessara funda. Þar skulu rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins og starf foreldra og forráðmanna í bekkjardeildum.
8. gr.
Stjórn Foreldrafélags Blönduskóla skipar tvo fulltrúa foreldra í skólaráð til tveggja ára í senn. Miðað skal við að fulltrúar sitji ekki lengur en í fjögur ár samfellt í skólaráði. Æskilegt er að annar tveggja fulltrúanna sé úr stjórn foreldrafélagsins. Skólaráð starfar samkvæmt 1. gr. reglugerðar um skólaráð við grunnskóla nr. 1157 frá 2008.