Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Lokahátíð Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin 31. mars í Blönduskóla. Þrír keppendur koma vanalega frá hverjum skóla, Blönduskóla, Húnavallaskóla, Höfðaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra en því miður voru töluverð forföll og keppendur voru sjö að þessu sinni í stað tólf. Allir keppendur stóðu sig frábærlega en úrslit urðu þau að Bragi Hólmar Guðmundsson frá Grunnskóla Húnaþings vestra sigraði, Fríða Marina Magnúsdóttir frá Grunnskóla Húnaþings vestra varð önnur og Baltasar Guðmundsson frá Blönduskóla þriðji.

Vikurnar áður höfðu forkeppnir verið haldnar í hverjum skóla fyrir sig. Dómarar voru að þessu sinni Þórður Helgason fulltrúi Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, Kristín Guðjónsdóttir starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi vestra og stjórnarmaður Leikfélags Blönduóss, Vilborg Pétursdóttir kennari og lestraramma og Sigrún Grímsdóttir barn Gríms Gíslasonar og fyrrum kórstjórnandi.

Það kemur í hlut Grunnskóla Húnaþings vestra að varðveita, fram að næstu keppni, farandskjöldinn sem gefinn var til heiðurs Grími Gíslasyni fréttaritara og fyrrum bónda frá Saurbæ í Vatnsdal.

 Mynd:

Fríða Marin, 2. sæti, Bragi Hólmar, 1. sæti og Baltasar, 3. sæti