Göngum í skólann

Blönduskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fleiri aðila. Göngum í skólann verður sett hér í skólanum mánudaginn 9. september og lýkur föstudaginn 20.september.

 

Þetta er í ellefta sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.

 

Þetta er í fjórða sinn sem Blönduskóli er með í þessu verkefni, finnst okkur mikilvægt að allir séu upplýstir og er von okkar að foreldrar taki þátt í þessu verkefni með okkur. Verkefnið verður kynnt fyrir nemendum mánudaginn 9. september en nemendur en haldin verður keppni milli bekkjarhópa/starfsfólks og hlýtur sá hópur sem kemur hlutfallslega oftast gangandi eða hjólandi í skólann viðurkenningu.