Grímuball á öskudaginn

Árlegt grímuball Blönduskóla og Barnabæjar verður á sínum stað í Félagsheimilinu á Blönduósi á öskudaginn, miðvikudaginn 26. febrúar. Húsið opnar kl. 16:15 og hálftíma síðar verður marserað, dansað, kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað meira. Ballinu lýkur kl. 18:00. Miðaverð er kr. 500 fyrir grímuklædda en kr. 1.000 fyrir aðra. 

Börn, foreldrar og aðrir bæjarbúar eru hvattir til að koma grímuklæddir á ballið. 

Dagskrá:

16:15 Húsið opnar
16:45 Marsering
           Dans
           Slá köttinn úr tunnunni
           Dans
18:00 Lok