Á föstudaginn lauk átakinu Göngum í skólann og var gullskórinn eftirsótti afhentur í dag.
Keppni var á milli bekkjarhópa og starfsmanna skólans og voru allir mjög duglegir að koma gangandi eða hjólandi í skólann. 88,3% þeirra sem áttu möguleika á að koma gangandi eða hjólandi gerðu það.
Það var þó einn hópur sem stóð uppi sem sigurvegarar og var það 7-8. bekkur en þau komu í 92,1% tilfella gangandi eða hjólandi í skólann sem er frábær árangur.
Til hamingju krakkar og vonum við að allir haldi áfram að ganga og hjóla í skólann í góða veðrinu.
Við Húnabraut | 540 Blönduós Sími: 452-4147 Netfang: blonduskoli@blonduskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: Mentor/ 452-4147 / blonduskoli@blonduskoli.is