Heimsókn í skólann

Við fengum skemmtilega heimsókn í þriðja og fjórða bekk í morgun frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Markmiðið er að hvetja til varkárni í umgengni við eld og vekja athygli á eldvarnabúnaði sem hverju heimili er nauðsynlegur, svo sem reykskynjara, eldvarnarteppum og slökkvitækjum.

Heimsóknir í 3. bekk grunnskólanna er liður í átakinu. Börnin fengu að gjöf söguna um Loga og Glóð og Brennu-Varg. Í sögunni er að finna allar upplýsingar sem þarf til að leysa Eldvarnagetraunina. Börnin geta skilað inn getrauninni til 11 janúar en svo er dregið er úr réttum lausnum og vegleg verðlaun eru í boði.