Menntamálastofnun gefur út verkefnabók eftir Berglindi kennara í Blönduskóla

Út er komin verkefnabók eftir Magdalenu Berglindi Björnsdóttur kennara og umsjónarmann skólabókasafns Blönduskóla. Verkefnabókin heitir Auðlesnar sögur. Fjölbreytt verkefni með auðlesnum sögubókum einkum ætluð nemendum á unglingastigi. Verkefnin eru á rafrænu formi til útprentunar og hægt að velja á milli eftirtalinna bóka: Lyginni líkast, Strákaklefinn, Fimbulvetur, Leynifundur í Lissabon, Hauslausi húsvörðurinn og Það kom að norðan. Til hamingju Berglind. 

Efnið er á mms.is.

 https://mms.is/sites/mms.is/files/atoms/files/2863_verkefnabok_audlesnar.pdf