Samræmd próf

Hin árlegu samræmdu könnunarpróf grunnskólanna hófust í gær og hafa nemendur í 7. bekk Blönduskóla þreytt próf í íslensku og stærðfræði. Í lok næstu viku munu nemendur í 4. bekk einnig þreyta próf í íslensku og stærðfræði.

Samræmdu prófin eru rafræn og því eru þau alfarið tekin á tölvu og gekk framkvæmd þeirra vel.

Tilgangur samræmdra könnunarprófa er að athuga, eftir því sem kostur er, að hvaða marki hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla hefur verið náð, vera leiðbeinandi um áherslur í námi og veita upplýsingar um námsstöðu nemenda. Lögð er áhersla á að prófin nýtist nemendum sjálfum og séu grunnur að samtali um áherslur í námi.