Samstarf Blönduskóla og TextílLab á Blönduósi

Í dag fengu nemendur í 7. og 8. bekk kennslu á myndvinnslu forritið Inkscape. Þegar allir hafa hannað sína mynd munu nemendur fara í TextílLabið og prenta úr vínylskera sína mynd á bol eða peysu. Vonandi er þetta bara fyrsta samvinnuverkefnið af mörgum á milli skólans og TextílLabsins.