Skóla aflýst á morgun og frestun árshátíðar

Appelsínugul viðvörun er fyrir Norðurland vestra allan daginn á morgun, föstudaginn 14. febrúar og fram að miðnætti. Vegna slæmrar veðurspár og tilmæla frá Almennanefnd Norðurlands-vestra verða því bæði grunn- og leikskóli lokaðir.

Árshátíð Blönduskóla verður færð aftur um sólahring og verður haldin laugardaginn 15. febrúar kl. 19:00.

Foreldrum nemenda í 7.-10. bekk verða sendar frekari upplýsingar varðandi árshátíðarundirbúning og fyrirkomulag.

Við vonumst til að sjá sem flesta á árshátíðinni þrátt fyrir nýja tímasetningu.