Skólasetning

Blönduskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 11:00 í Blönduóskirkju. Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum. Að lokinni skólasetningarathöfn munu nemendur hitta umsjónarkennara sína og fá afhentar stundatöflur.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.

 

Nauðsynlegt er að foreldrar barna sem eru að hefja nám í Blönduskóla hafi samband sem fyrst og skrái börnin sín í skólann, netfang: blonduskoli@blonduskoli.is. Foreldrar barna sem eru að koma úr leikskólanum Barnabæ þurfa þó ekki að skrá börnin sín.

Einnig er nauðsynlegt að láta vita ef nemendur eru að hætta.

 

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir til viðtals með forráðamönnum fimmtudaginn 22. ágúst eða föstudaginn 23. ágúst (mæta að sjálfsögðu á skólasetninguna þann 22.) en hefja nám samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. 

 

Hulda Birna Vignisdóttir og Unnar Árnason verða á skóladagheimilinu 22. ágúst strax að lokinni skólasetningu til kl. 13:00. Þar veita þau upplýsingar og taka niður pantanir vegna lengdrar viðveru sem boðið er upp á fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

Nauðsynlegt er að þeir foreldrar sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu skrái börn sín þennan dag. Einnig er hægt að senda skráningu á hulda@blonduskoli.is og verða þær skráningar að berast eigi síðar en 22. ágúst. Við hvetjum þá foreldra, sem hafa nýtt sér skóladagheimilið og hyggjast nýta sér þjónustuna áfram, til að nota frekar tölvupóstinn til skráningar til að flýta fyrir. Skóladagheimilið verður opið kl. 13:00 – 16:00 frá og með föstudeginum 23. ágúst. Hægt er að nálgast upplýsingar um skóladagheimilið á heimasíðu skólans.

 

Óskilamunir frá ærslabelgnum og sumargaman verða í anddyri skólans á skólasetningardegi.

 

Í vetur verður fyrirkomulag kennslu þannig háttað að tveimur bekkjum er alltaf kennt saman og verða tveir umsjónarkennara með hvern námshóp. Einnig verða kennarar tveir og tveir saman í kennsluteymum í bóklegum fögum. Við bendum á upplýsingar inn á vefnum okkar varðandi teymiskennslu: https://www.blonduskoli.is/is/skolinn/teymiskennsla og hvetjum ykkur til að kynna ykkur þær.

 

Varðandi kennslugögn þá er sami háttur hafður á og síðastliðin tvö ár. Skólinn skaffar öll helstu kennslugögn en nemendur þurfa að koma með skólatöskur, nesti og íþróttabúnað.

 

Við munum senda á foreldra frekari upplýsingar t.d. varðandi hópaskiptingar í smiðjur, íþróttir o.fl. þegar nær dregur.

 

Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri,

Þuríður Þorláksdóttir, aðstoðarskólastjóri