Skreytingadagur á morgun

Á morgun er árlegur skreytingadagur. Hefðbundin kennsla brotin upp með einhverju jólastússi en íþróttatímar verða þó í öllum bekkjum. 

Í tilefni dagsins má að sjálfsögðu koma í jólapeysu, jólasveinahúfu eða jólasokkum ef nemendur vilja og eiga.