Sumarskemmtun Blönduskóla sumardaginn fyrsta í Félagsheimilinu

Hin árlega sumarskemmtun Blönduskóla verður haldin sumardaginn fyrsta, 25. apríl, í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Nemendur í 1.-7. bekk sjá um öll skemmtiatriði undir leiðsögn kennara.

Skemmtunin hefst kl. 14:00.
Aðgöngumiðinn kostar kr. 1000.

Ókeypis aðgangur er fyrir börn fædd 2006 (7. bekk) og yngri.

Með sumarkveðju,

starfsfólk Blönduskóla.