Þemadagar

Þemadagar hefjast á morgun og standa fram á föstudag.

Þemað í ár er Austur-Húnavatnssýsla.

Kennsla verður frá 8:00-12:30 hjá öllum bekkjum og er því engin kennsla eftir hádegi nema hjá þeim unglingum sem aðstoða í íþróttaskólanum og eru í smíða-vali.

1. - 2. bekkur muna vera saman, 3. - 6. bekkur eru saman og síðan 7. - 10. bekkur.

Það getur verið að einstaka hópar verði meira í útiveru en vanalega og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir því í klæðaburði.

Gert er ráð fyrir íþróttum alla dagana hjá flestum hópum og því nauðsynlegt að hafa íþróttafötin með.

Matur er kl. 12:30 og heimakstur skólabíla kl. 12:50 (þeir sem ekki ætla að nýta skólabílinn þessa daga vinsamlega látið skólabílstjóra vita).