Útihátíð og skólaslit

Föstudaginn 31. maí verður ekki hefðbundinn skóladagur í Blönduskóla heldur byrjar skóladagurinn kl. 11 og er til 13. 

Þá verður árlega útihátíðinn okkar. 
Fyrst er byrjað á keppnum milli bekkja, svo verða leikjastöðvar um alla skólalóðina þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og safa upp úr kl. 12. 

Þegar nemendur fara heim af útihátíð þurfa allir að koma við í íþróttahúsinu og taka muni sem þeir áttu á vorsýningunni. 

Kl. 17 verða skólaslit í bíósalnum í Félagsheimilinu en þá fer hver bekkur upp á svið með sínum umsjónakennara og tekur við vitnisburði.  

Ath. þessi dagur er líka skóladagur. Ef nemendur þurfa að fá leyfi þennan dag þarf að tilkynna það.