Vináttudagurinn - dagur gegn einelti

Það er margt um að vera í Blönduskóla þessa dagana.

Um síðustu helgi var vetrarfrí hjá okkur frá föstudegi til mánudags.
Næst komandi föstudag er svo Vináttudagur - dagur gegn einelti en þá munu vinabekkir hittast.

Einnig eru í heimsókn hjá okkur 15 gestir vegna Erasmus+ verkefnis en þau fá að fylgjast með skólastarfinu næstu daga. 

Í næstu viku eru svo þemadagar á dagskrá hjá okkur svo það er nóg um að vera.