Vistvænn ferðamáti í Blönduskóla

Hjólastandurinn við skólann þessa dagana.
Hjólastandurinn við skólann þessa dagana.

Það er ánægjulegt að horfa yfir hjólastandana við skólann okkar þessa dagana. Nemendur og starfsfólk eru dugleg að koma gangandi og hjólandi í skólann sem gleður okkur mikið og gerir okkur öllum kleift að vera betur tilbúin í daginn.

Á morgun lýkur keppni á milli nemenda og starfsfólks í tengslum við verkefnið ,,Göngum í skólann” en vonum við að allir haldi áfram þessum dugnaði.

Áfram við!