Félagsmiðstöðin Skjólið er staðsett á annarri hæð Félagsheimilisins á Blönduósi og er starfrækt í 36 vikur yfir vetrartímann. Starfsemin er ætluð 10-15 ára ungmennum Blönduósbæjar.
8-10.bekkur
Mánudaga: kl 20:00-22:00
Miðvikudaga kl 20:00-22:00
Annan hvern fimmtudag: Kl 20:00-22:00
Annan hvern föstudag kl. 20:00-23:00 (byrjum föstudaginn 10.september)
Opnunartími fyrir 5.-7.bekk er fimmtudaga frá kl 17-19.
7.bekkur má koma í Skjólið með 8.-10.bekk eitt kvöld í mánuð, fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði, NEMA í september þá mega þau koma miðvikudaginn 15.september.
10.bekkur verður með sjoppu þar sem seldir verða drykkir, nammi, snakk, ís o.fl. Sjoppan opnar fimmtudaginn í næstu viku. Er þetta liður í fjáröflun bekkjarins fyrir lokaferð.
Ýmislegt er í boði fyrir krakkana að gera í Skjólinu og má sem dæmi nefna: Pool, borðtennis, þythokký, nettengd borðtölva, frír Wi-Fi aðgangur, herbergi með 65” snjallsjónvarpi og PS3 og PS4 leikjatölvum (engir bannaðir leikir í boði), danssalur með skjávarpa og tjaldi með reglulegum bíó-sýningum og beinum útsendingum, Ipad, AppleTV með aðgangi að Netflix (engar bannaðar myndir leyfðar) og nýtt hljóðkerfi með DJ græjum.
Á haustin er kosið í Unglingaráð Skjólsins sem er samsett af sjö unglingum úr 8.-10. bekk Blönduskóla. Ráðið fundar vikulega og býr til dagskrá fyrir félagsmiðstöðina og skipuleggur ferðalög á vegum Skjólsins.
Það eru alltaf að lámarki 2 starfsmenn á vakt hverju sinni.
Í Skjólinu eru fimm starfsmenn:
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir – forstöðumaður
Anton Haraldsson - frístundaleiðbeinandi
Gísli Ragnarsson - frístundaleiðbeinandi
Guðrún Tinna Rúnarsdóttir – frístundaleiðbeinandi
Kristín Una Ragnarsdóttir – frístundaleiðbeinandi
Félagsmiðstöðin Skjólið heldur úti facebook síðu og Instagram síðu þar sem við setjum inn dagskrá og viðburði og ýmislegt annað tilfallandi. Einnig munum við senda dagskránna og aðrar upplýsingar í tölvupósti til foreldra/forráðamanna. Hvetjum ykkur til að skella “like” á síðurnar hjá okkur.
