Forvarnaráætlun Blönduskóla

Í Blönduskóla hefur verið unnið forvarnarstarf sem m.a. felst í því að marka leiðir til að auka færni nemenda til þess að takast á við daglegt líf. Leitað hefur verið leiða til að efla sjálfstraust nemenda, félagslegan og siðferðilegan styrk, andlegan, sálrænan og líkamlegan þroska allt eftir áhuga þeirra, aldri og þroska.

 Verkefni

 1. Heilbrigði
 2. Einelti
 3. Áföll
 4. Vímuvarnir
 5. Kynfræðsla
 6. Sjálfsöryggi
 7. Agamál
 8. Tómstundir
 9. Slysavarnir

 

1. Verkefni:    Heilbrigði

 • Að stuðla að heilbrigðu líferni.
 • Heilbrigður lífstíll; tannvernd, hreyfing, mataræði

 

Hjúkrunarfræðingarnir sjá um eftirtalda þætti heilsuverndar.

Bekkur

Skimanir

Bólusetningar

Fræðslu- og forvarnarstarf

1. bekkur

Hæð / þyngd / sjón/ heyrn

Bólusetningar barna yfirfarnar

Persónulegt hreinlæti

2. bekkur

 

 

Svefn, hvíld og tannvernd

3. bekkur

 

Slysavarnir og hjálmanotkun

Líkaminn

4. bekkur

Hæð / þyngd / sjón

 

Persónulegt hreinlæti, svefn, hvíld og næring

5. bekkur

 

 

Næring

6. bekkur

 

 

Kynþroski

7. bekkur

Hæð / þyngd / sjón / litaskyn

Mislingar / hettusótt / rauðir hundar. HPV bólusetning hjá stúlkum

Forvarnir

8. bekkur

 

 

Kynfræðsla

9. bekkur

Hæð / þyngd / sjón / heyrn

Mænusótt / barnaveiki / stífkrampi

Kynfræðsla

10. bekkur

 

Heilsugæslan kynnt

Krabbamein í eistum, brjóstum og húð

 

 • Tannfræðingar koma að meðaltali annað hvert ár í skólann með fræðslu um tannvernd. Ýmis verkefni eru unnin á öllum stigum sem tengjast hollustu og hreyfingu.
 • Allan septembermánuð og hluta af maímánuði er öll íþróttakennsla utandyra en utan þess tíma innandyra 3 - 5 sinnum í viku.
 • Unglingadeildin tekur þátt í Skólahreysti ásamt öðrum skólum landsins.
 • Allur skólinn tekur þátt í Norræna skólahlaupinu í tengslum við Íþróttadaginn sem byrjar með hlaupinu og síðan fer allur dagurinn í íþróttir.
 • Boðið er upp á heitan mat í hádeginu fyrir þá sem þess óska.
 • Í upphafi skólaárs er sent bréf til allra foreldra þar sem hvatt er til þess að nemendur komi með hollt nesti í skólann til neyslu í morgunverðarhléi.
 • Boðið er upp á mjólk til sölu í skólanum fyrir nestistíma.
 • Í tengslum við alþjóðlega skólatöskudaginn er leitast við að fá fræðslu um stillingu óla á skólatöskum og viktun á þeim.

 

2.Verkefni:

 • Olweus gegn einelti
 • Að við líðum ekki einelti í skólasamfélaginu.
 • Að ofbeldi skal aldrei látið afskiptalaust.

 

Eineltisáætlun liggur fyrir þar sem stefna skólans, forvarnir og vinnuferlið í eineltismálum er sett fram. Samstarfsverkefni Menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla.

Áætlunin byggir á kenningum prófessors Dan Olweus sem starfar við Háskólann í Bergen.

Blönduskóli er einn þeirra grunnskóla sem tekur þátt í Olweusaráætluninni.

Stofnaður hefur verið stýrihópur innan skólans með fulltrúum starfsfólks, foreldra og nemenda. Stýrihópurinn hefur það hlutverk að koma áætluninni í framkvæmd. Allt starfsfólk skólans tekur þátt í umræðuhópum og fær fræðslu um Olweusaráætlunina.

Unnið er eftir fyrirfram ákveðnu ferli. Árlega eru kannanir lagðar fyrir nemendur og stefnt að því að fara eftir ítarlegri áætlun.

 

3.Verkefni:

 • Áfallaáætlun
 • Að bregðast rétt við margvíslegum áföllum í skólasamfélaginu.

 

Í Blönduskóla er starfandi áfallaráð sem skipað er í upphafi hvers skólaárs. Á hverju hausti er áætlunin yfirfarin af starfsfólki skólans, farið í grunnatriði í áfallahjálp og starfsfólki gerð grein fyrir stefnu skólans. Gögn og upplýsingar um sorg og áföll liggja fyrir á bókasafni og er öllum aðgengileg. Áfallaáætlunin er í níu liðum þar sem farið er yfir þau atriði sem þurfa þykir í hverjum lið fyrir sig. Eftirtalin atriði eru í áfallaáætluninni með tilliti til mismunandi atburða:

-  alvarleg slys eða dauðsfall nemanda, þ.m.t. sjálfsvíg

-  alvarleg slys eða dauðsfall foreldra eða annarra náinna ættingja

-  alvarleg slys eða dauðsfall starfsmanns

-  langvarandi veikindi

Í áfallaáætluninni er einnig skrá yfir alla þá aðila utan skóla sem hægt er að leita til með aðstoð ef á þarf að halda.

 

4. Verkefni:

 • Að nemendur geri sér grein fyrir áhættu samfara tóbaks-, áfengis og vímuefnaneyslu.
 • Að koma í veg fyrir neyslu vímuefna

 

 • Í 6. og 7. bekk er unnið með verkefnið „vímulaus bekkur“.
 • Fjallað er um hættur vímuefnaneyslu í lífsleikni á unglingastigi annað hvert ár og fenginn utanaðkomandi aðili til að halda fyrirlestur um heilbrigði og vímuefni að minnsta kosti einu sinni á ári.  Síðasta skólaár kom aðili frá Maritafræðslunni og þetta ár kom Þorgrímur Þráinsson og hélt fyrirlestur.
 • 9. bekkur tekur árlega þátt í forvarnardeginum sem fer fram í október ár hvert og er helgaður áfengis- og vímuefnaforvörnum.
 • Skilyrði fyrir þátttöku í ferðalögum á vegum skólans s.s. vorferð 10. bekkjar er að vera reyklaus og án annarra vímuefna.
 • Fjallað er um netfíkn á unglingastigi á hverju vori og horft á myndband t.d. „Bara 5 mínútur í viðbót.“

 

5. Verkefni:

 • Kynfræðsla
 • Að fræða nemendur um kynhlutverk sitt og mismun kynjanna.

 

 • Í 6. bekk fer fram fræðsla um kynþroskann tengd náttúrufræðikennslu í 4 - 5 kennslustundir á vetri.
 • Í 9. og 10. bekk er fræðsla um kynhlutverk, kynhegðun (m.a. samkynhneigð) og kynlíf tengd lífsleikninni 1 sinni í viku hálfan veturinn annað hvert ár. Heimsóknir og fræðslufundur um HIV og aðra kynsjúkdóma fyrir nemendur í 9. og 10. bekk á vegum HIV-Ísland.
 • Unnið hefur verið með unglingadeild verkefnið „Hugsað um barn“ á vegum ÓB ráðgjafar þar sem unglingarnir sjá um dúkku sem þeir þurfa að sinna eins og ungabarni í 2 sólarhringa. Síðast var farið í verkefnið vorið 2011.
 • Stuttmyndin „Segðu Já“ er sýnd í 10. bekk. Fyrst sýnd í janúar 2013 fyrir 9. og 10. bekk

 

6. Verkefni:

 • Að stuðla að alhliða þroska hvers og eins og búa nemendur undir ævilangt nám og síbreytilegar kröfur með því að leggja áherslu á vinnubrögð sem þroska félagslega færni og skipulags- og samskiptahæfni.
 • Efla frumkvæði og ábyrgðartilfinningu nemenda gagnvart sjálfum sér og hvert öðru.
 • Skólafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barna. Kynning á skólastarfinu ásamt erindi Guðjóns Ólafssonar fræðslustjóra um að byrja í skóla.
 • Í tengslum við verkefnið Olweus gegn einelti er mikil áhersla lögð á bekkjarfundi þar sem allir nemendur tjá sig munnlega.
 • Í öllum árgöngum er framsögn tengd íslenskukennslu.
 • Skólinn hefur tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk frá upphafi.
 • Fram, fram fylking – samstarfsverkefni Heimila og skóla

 

7. Verkefni:

 • Agamál
 • Að leitast stöðugt við að koma í veg fyrir átök og rækta meðal nemenda og starfsfólks virðingu fyrir náunganum sbr. einkunnarorð skólans:

          -  Mannúð

          -  Hreysti

          -  Viska

 

Blönduskóli er og á að vera notalegur og frjálslegur skóli með skýr mörk. Við viljum að nemendur hafi svigrúm, frelsi og áhrif en læri um leið að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að auka svigrúm og áhrif nemenda er ekki eftirlátsemi við reglur. Þegar við höfum valið okkur lífsgildi til að fara eftir er mikilvægt að bregðast við ef einhver vanvirðir það sem ákveðið hefur verið. Það er hlutverk þeirra fullorðnu í skólanum að fylgja þessu eftir með því að setja reglur sem styðja við gildin og viðurlög ef út af bregður.

Reglur skólans eru fáar en skýrar og viðurlög við þeim koma skýrt fram í handbók skólans. Umsjónarkennari fer yfir skólareglurnar á hverju hausti þannig að nemendum má vera ljóst hverju sinni hvað má og hvað má ekki.

 

8. Verkefni:

 • Að gefa nemendum kost á að taka þátt í íþrótta-, tómstunda- og félagsstarfi
 • Tómstunda- og félagsstarf; tónlist, íþróttir, klúbbar

 

 • Skólinn er í samstarfi við Tónlistaskóla Austur Húnvetninga og fer hluti kennslunnar fram á vegum þessara aðila á skóladeginum. Nemendur á unglingastigi hafa möguleika á að fá nám sitt í tónlistarskólanum metið sem valfag.
 • Nemendur á unglingastigi hafa möguleika á að fá nám sitt í Knapamerki metið sem valfag.
 • Við hlið skólans hefur Íþróttafélagið Hvöt aðstöðu og eru nemendur virkir í því starfi.
 • Skólinn skipuleggur íþróttakennslu með tilliti til þess að íþróttaiðkun yngstu barnanna á vegum íþróttahreyfingarinnar geti hafist sem fyrst að skóladegi loknum.
 • Nemendur í 8., 9. og 10. bekk kjósa sjö fulltrúa úr sínum hópi til að starfa í nemendaráði. Ráðið starfar með æskulýðsfulltrúa Blönduóssbæjar, en hann er jafnframt tómstundafulltrúi skólans. Nemendaráð sér um að skipuleggja tómstundastarf unglinganna í félagsmiðstöðinni.
 • Félagslíf nemenda er auk þessa í formi bekkjarskemmtana eða bekkjarkvölda í umsjón foreldra og/eða umsjónakennara.
 • Skólinn sér um að skipuleggja og aðstoða nemendur við undirbúning og framkvæmd árshátíðar, sumarskemmtunar og grímuballs.
 • Skólinn aðstoðar íþrótta- og tómstundafélög með að koma upplýsingum á framfæri til nemenda; fulltrúar fá að koma í heimsókn í skólann og kynna starfsemina, upplýsingar eru hengdar upp á tilkynningatöflur skólans og félögin fá að senda kynningar í gegnum Mentor.

 

9. Verkefni:

 • Að koma í veg fyrir slys á nemendum og starfsfólki skólans.

 

 • Skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða kross Íslands í 6 kennslustundir í 10. bekk.
 • Kynning á Rauða kross Íslands í 7. bekk.
 • Kiwanisfélagar gefa nemendum 1. bekkjar hjólahjálma og ræða við þá um mikilvægi hjálmanoktunar.
 • Fulltrúi lögreglunnar kemur í heimsókn í yngri bekki skólans á haustin og er m.a. farið yfir umferðarreglur og endurskinsmerki.
 • Slökkviliðið heimsækir skólann og kynnir brunavarnir og er með brunaæfingu í nóvember ár hvert. Skólinn er með rýmingaráætlun.

 

Forvarnarfræðsla gegn kynferðislegu ofbeldi

1. bekkur - Líkaminn minn – 6H – skólahjúkrunarfræðingar (fyrir jól - ) fundað með kennara áður. (senda tölvupóst heim)

2. bekkur – Leiksýning – bekkjarkennari og skólahjúkrunarfræðingur viðstaddir (febrúar – fundur á eftir með kennara, skólahjúkrunarfræðingi o.fl.) (senda tölvupóst heim eftir sýningu)

3. bekk – Myndband „leyndarmálið“ - bekkjarkennari og skólahjúkrunarfræðingur viðstaddir (mars) (senda tölvupóst heim eftir sýningu)

6. bekkur – í tengslum við kynþroska

9. bekkur – í tengslum við kynþroska

10. bekkur – Fáðu Já – myndband sýnt - skólahjúkrunarfræðingur og lífsleiknikennari viðstaddir – skipulagðar umræður með nemendum á eftir. (Senda tölvupóst heim þegar búið er með slóð á myndbandið og biðja foreldra um að horfa með börnum sínum). http://faduja.is/

Miðstig - myndbandið „Stattu með þér“ sem er mynd um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og ræða um hana. - (Senda tölvupóst heim þegar búið er með slóð á myndbandið og biðja foreldra um að horfa með börnum sínum)

( http://www.velferdarraduneyti.is/stattumedther/nr/34842 )

Miðsstig og unglingastig -  http://www.neteinelti.is/  Myndbandið sýnt í tenglsum við lífsleikniverkefni. (Senda tölvupóst heim þegar búið er með slóð á myndbandið og biðja foreldra um að horfa með börnum sínum)