Á fundi fræðslunefndar Blönduósbæjar þann 3. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Skólastefna leik- og grunnskóla í Blönduósbæ
Fræðslunefnd leggur til að skólastefna Blönduósbæjar verði endurskoðuð. Í starfshóp verða fræðslustjóri, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Blönduskóla, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri Barnabæjar og 2 nefndarmenn úr fræðslunefnd. Fræðslustjóra er falið að boða til fyrsta fundar."
Fyrsti fundur starfshópsins var haldinn 4. desember og er stefnt að því að klára þessa vinnu á yfirstandandi skólaári.