Viðbragðsáætlun vegna Covid19

Virkjun viðbragsáætlunar vegna neyðarstigs almannavarna Blönduskóla

Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um neyðarstig vegna heimsfaraldurs gildir um virkjun þessarar áætlunar. Skólastjóri ber ábyrgð á að tilkynna starfsfólki og foreldrum um að virkja viðbragðsáætlunina. Áætlunin er byggð á viðbragðsáætlun Samband Íslenskra sveitarfélaga. Fyrri áætlun skólans sem byggð er á landsáætlun almannavarna og er einnig í gildi.

Skólastjórnendur og öryggisvörður gæta þess að skólinn búi yfir nýjustu upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættinu um stig faraldursins. Annast eftirfylgni við leiðbeiningar til starfsmanna varðandi fyrirkomulag á vinnustað auk sótthreinsibúnaðar og umgengisreglna. Skólastjórar sjá um samskipti vegna veikinda og fjarveru og ber þeim að upplýsa öryggisvörð um veikindi. 

Lykilstarfsmenn og staðgenglar

Staðgengill skv. þessari áætlun

Skólastjóri

Þórhalla Guðbjartsdóttir

Staðgengill 

Anna Margret Sigurðardóttir

Húsvörður og öryggsivörður

Guðrún Kristófersdóttir 

Staðgengill

H. Sigrún Óskarsstóttir

Aðstoðarskólastjóri

Anna Margret Sigurðardóttir

Staðgengill

Ágústa Hrönn Óskarsdóttir, deildarstjóri sérkennslu

Ritari

Pálmi Gunnarsson

Staðgengill

Umsjónarmaður frístundar

Hulda Birna Vignisdóttir

Staðgengill

Unnar Árnason

Matráður

Björn Þór Kristjánsson

  Staðgengill

  

Skólabílstjóri

Jón Ragnar Gíslason

Staðgengill

Hávarður Sigurjónsson

Umsjónarmaður Skjólsins

Páll Rúna Heinesen Pálsson

Staðgengill

Þórhalla Guðbjartsdóttir

 

Áhættumat 

Sóttvarnalæknir hefur gert bráðabirgðamat á afleiðingum yfirvofandi heimsfaraldurs þar sem tillit er tekið til afleiðinga. Ef veiran nær útbreiðslu hér á landi er líklegt að fjarvistir frá vinnu verði nokkrar. Mögulega má búast við að veikindi verði meira langvarandi en í árlegum inflúensufaraldri.

Fjarvistir starfsmanna eða nemenda geta stafað af mismunandi ástæðum, til dæmis vegna:

 • Smits af völdum kórónaveiru.

 • Annarra veikinda.

 • Annarra fjölskyldumeðlima sem þarf að hugsa um, vegna veikinda eða lokun leikskóla og skóla.

 • Beiðna vinnuveitanda um að halda sig fjarri vinnustað og vinna heiman frá sér.

 • Beiðna heilbrigðisyfirvalda um heft ferðafrelsi eða samkomubann.

Foreldrar láta vita um veikindi barna og halda þeim heima í samræmi við leiðbeiningar landlæknis.

Ekki er hægt að spá fyrir með vissu hverjar fjarvistir verða. Það veltur m.a. á því um hversu skæða farsótt er að ræða, hvernig starfsfólk metur hættuna, hvort skólum er lokað og til hvaða ráða er tekið í viðbrögðum vinnustaða í þeim tilgangi að minnka líkur á fjarvistum og smiti innan vinnustaðarins. 

Upplýsingaskylda starfsmanna og  um eigin heilsu

Öllum starfsmönnum er skylt að láta skólastjórnendur vita ef að:

Ef grunur um sýkingu af völdum COVID-19 vaknar skal upplýsa skólastjórnendur, þeir bregst við á eftirfarandi hátt:

  • Ef grunur vaknar um smit skal hafa samband við heilbrigðisþjónustuna í síma 1700

  • Foreldrar sækja nemendur.

  • Ef málið þolir enga bið, hringið í 112 og óskið eftir sjúkraflutningi.

  • Vakthafandi læknir/sjúkraflutningamaður ber ábyrgð á framkvæmd áhættumats vegna gruns um COVID-19 sýkingu í samráði við umdæmislækni sóttvarna og sóttvarnalækni, vaktsími sóttvarnalæknis er 510-1933 og einnig vakthafandi smitsjúkdómalækni á Landspítala í gegnum skiptiborð 543-1000.

Aðgerðir til að viðhalda rekstri og stuðla að öryggi starfsfólks og nemenda í heimsfaraldri inflúensu

Skólastjórnendur og öryggisvörður skulu hafa umsjón með að vakta daglega hver tilmæli almannavarna og sóttvarnalæknis eru, eftir að viðbragðsáætlun hefur verið virkjuð, t.d. á vefsíðum eins og www.landlaeknir.is og www.almannavarnir.is. Skólastjóri skal sjá um að koma fréttum og skilaboðum áleiðis til alls starfsfólks og foreldra með tölvupóstsendingum. Mikilvægar leiðbeiningar og reglur fyrir starfsfólk sem kunna að breytast frá degi til dags verða sendar starfsmönnum jafnóðum með tölvupósti. Einnig verða þær hengdar upp í kaffistofu og sameiginlegum rýmum starfsfólks.

Skólastjóri skal halda utan um fjarvistir starfsmanna daglega, skrá niður ástæður fjarvista og áætla a.m.k. 14 daga í fjarvistir starfsmanna sem hafa greinst með inflúensu og allt að 14 daga ef starfsmaður er í sóttkví. (Ritari sér um fjarvistaskráningar nemenda).

Ráðstafanir til að fækka smitleiðum

Hægt er að fækka smitleiðum innan skólans með því að :

  • Fækka staðbundnum fundahöldum tímabundið.

  • Fresta eða fella niður ferðir nemenda.

  • Nýta fjarfundabúnað fyrir fundi í auknum mæli.

  • Breyta framkvæmd ræstinga þannig að aukin áhersla verði lögð á að strjúka af hurðahúnum, slökkvurum, símum, lyklaborðum, borðum og stólörmum.

  • Skóli munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.

  • Markmið er að starfsmenn skólans haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana.

  • Skipuleggja hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi.

  • Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda.

  • Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.

  • Loka vatnsbrunni fyrir nemendur í almennu rými til að forðast smit eða benda þaim á að koma sjálfir með t.d. vatnsbrúsa.

  • Hætta að nota handklæði, eingöngu einnota bréfþurrkur.

  • Starfsmenn í matsal skammta allan mat fyrir nemendur og aðra starfsmenn og noti hanska.

  • Ef veikindi koma upp í skólanum fer einn starfsmaður með nemanda í bókaherbergi og bíður þar með viðkomandi þar til foreldrar hafa sótt.

  • Hafa sóttvarnarklúta í stofum til nota fyrir og eftir sameiginlegan búnað, s.s tölvubúnað, liti o.þ.h. 

  • Skólabílstjórar þrífi snertifleti milli ferða í skólabílum.

Á neyðarstigi almannavarna gilda eftirfarandi reglur um starfsemi skólans.

  • Öryggisvörður kannar birgðir á hreinlætisvörum eins og sápu, sótthreinsispritti, handþurrkum, ræstingavörum o.þ.h. og pantar inn á lager, ef til þess kæmi að birgjar loka. Eins þarf að skoða hvort þörf er á tíðari þrifum. (Þá kannar ritari/aðstoðarskólastjóri stöðu á öðrum rekstrarvörum eins og t.d. pappír og prenthylkjum.

  • Í faraldri skal starfsfólk lágmarka fundahöld. Gildir þetta jafnt um fundi innan sem utan skólans. Notast skal meira við síma og tölvur til samskipta eins og frekast er unnt og fyrirmælum sóttvarnalæknis fylgt eftir því sem við á.

  • Skólinn fylgir fyrirmælum sóttvarnalæknis hverju sinni varðandi ferðalög innanlands sem utan. Taka skal tillit til þess ef fólk vill síður ferðast innan um aðra þegar faraldur stendur yfir. 

  • Um veikindaleyfi og umönnunarleyfi starfsfólks gilda ákvæði kjarasamninga. Sveitarstjóri getur þó gefið út rýmri reglur hvað þetta varðar telji hann nauðsynlegt að mæta þörfum starfsfólks vegna umönnunar barna eða náinna ættingja.

  • Tryggja þarf að fleiri en einn starfsmaður geti gengið í störf annarra starfsmanna þar sem metin er þörf á því. Starfsfólk getur átt von á að vera fært til milli starfa til að sinna verkefnum sem hafa forgang í inflúensufaraldri innan sveitarfélagsins.

  • Skólastjóri getur hvenær sem er ákveðið að breyta fyrirkomulagi á þjónustu við viðskiptavini til að draga úr smithættu eða til að mæta breyttum aðstæðum innan skólans meðan á faraldrinum stendur. 

Viðbrögð við aukinni hættu innan skólans

Eyðing smitefnis

Á kórónaveirur og inflúensuveirur virkar eftirfarandi:

 • hreinsun með vatni og sápu

 • hitun í 40°C í 15 mínútur; 80°C í 3 mín; 90°C í 1 mínútu

 • spritti (a.m.k. 40% styrk)

 • ísóprópanóli ( a.m.k. 30% styrk)

 • klórlausnum (a.m.k. 200 ppm styrk)

 • joðefnum (a.m.k. 75 ppm styrk)

Sóttvarnabúnaður sem skólinn þarf að eiga auk hefðbundinnar sápu:

 • bréfþurrkur 

 • handspritt

 • spritt til hreinsunar á yfirborði, svo sem símum og hurðarhúnum

 • einnota hanskar fyrir ræstinguna

Heilsufarsleg atriði starfsfólks og inflúensueinkenni

 1. Starfsfólk fylgist með eigin heilsu og fer heim ef þeir finna fyrir einkennum. Ekki skal fara á heilsugæslu heldur hringja eftir aðstoð.

 • Starfsfólk á ekki að koma til vinnu ef þeir eru veikir og er ráðlagt að vera heima frá því einkenna verður vart og í 10 daga frá því að sótthiti er horfinn.

 • Starfsfólks sem mætir til vinnu veikt, er umsvifalaust sent heim en í almennum sóttvarnarráðstöfunum samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 felst að hver sá sem telur sig smitaðan af smitsjúkdómi hefur þá skyldu að fara varlega og gera sér far um að smita ekki aðra.Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19)

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39475/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20%C3%A1h%C3%A6ttuh%C3%B3pa.pdf