Fréttir

Símalaus vika í Blönduskóla

Skólavikuna 20.-24. maí er símalaus vika hjá öllum nemendum skólans.
Lesa meira

Nafnasamkeppni fyrir skóladagheimili

Nú stendur yfir nafnasamkeppni um nýtt nafn á skóladagheimili Blönduskóla. Hægt er að skila inn tillögum í grænan kassa sem er staðsettur á 1. hæð í nýja skóla eða á netfangið hulda@blonduskoli.is Hægt er að skila inn tillögum til og með 24. maí.
Lesa meira

Lausar stöður grunnskólakennara í Blönduskóla næsta skólaár

Blönduskóli óskar eftir að ráða áhugasama grunnskólakennara til starfa næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: tónmennt, hönnun og smíði, danska, heimilisfræði, íslenska fyrir erlenda nemendur, umsjón á miðstigi Möguleiki er á 30 – 100% stöðu.
Lesa meira

Kökubasar 10. bekkinga á sumardaginn fyrsta.

10. bekkur verður með kökubasar í anddyri félagsheimilisins eftir að sumarskemmtun Blönduskóla líkur. Enginn posi verður á staðnum.
Lesa meira

Sumarskemmtun Blönduskóla sumardaginn fyrsta í Félagsheimilinu

Árleg sumarskemmtun Blönduskóla verður haldin í Félagsheimilinu kl. 14 á sumardaginn fyrsta.
Lesa meira

Nýtt eyðublað á heimasíðunni.

Nú er hægt að sækja um leyfi fyrir 3 daga eða fleiri hér á heimasíðunni. Tilkynning verður þá send í tölvupósti til skólastjóra.
Lesa meira

Laus störf í Blönduskóla næsta skólaár

Við leitum að öflugum liðsauka fyrir næsta skólaár.
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal fyrir skólaárið 2019-2020 er komið á heimasíðuna undir Skólinn -> Skóladagatal.
Lesa meira

Framsagnarkeppnin 4. apríl í Húnavallaskóla

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi verður haldin fimmtudaginn 4. mars kl. 14 í Húnavallaskóla. Þrír keppendur úr 7. bekk koma frá hverjum skóla, þ.e. Blönduskóla, Húnavallskóla, Höfðaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra. Forkeppni er haldin í hverjum skóla fyrir sig og mæta því þrír bestu úr hverjum skóla í lokakeppnina. Gert er ráð fyrir því að keppnin taki um 2 klukkustundir. Bekkjarfélagar keppenda, foreldrar og aðrir aðstandendur eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Lesa meira

Nemendaskápar fyrir 8.-10. bekk

Loksins eru skáparnir komnir upp og tilbúnir til notkunar. Skáparnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að geyma skólabækur, námsgögn og síma  sem ekki er verið að nota hverju sinni.  Skáparnir verða númeraðir og fá nemendur lykil að tilteknum skáp til afnota.  Nemendur greiða 1.000 krónur fyrir lykil sem þeir fá endurgreiddar að vori sé lykli skilað.  Skólinn áskilur sér rétt til leitar í nemendaskápum ef nauðsyn krefur að þeim viðstöddum. Skólinn ber ekki ábyrgð á verðmætum sem geymd eru í skápnum.
Lesa meira