Fréttir

Blönduskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í afleysingu til 31. maí 2022.

Um er að ræða u.þ.b. 50% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf um eða fljótlega eftir áramót. Óskað er eftir einstakling sem er tilbúinn til að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna.
Lesa meira

Heimsókn í skólann

Við fengum skemmtilega heimsókn í þriðja og fjórða bekk í morgun frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir Eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna. Heimsóknir í 3. bekk grunnskólanna er liður í átakinu.
Lesa meira

Samstarf Blönduskóla og TextílLab á Blönduósi

Nemendur í 7. og 8. bekk fengu heimsókn frá Margréti starfsmanni TextílLab á Blönduósi.
Lesa meira

Blönduskóli óskar eftir lestrarömmum og lestraröfum

Blönduskóli hefur verið svo lánsamur að frábærir einstaklingar hafa komið í skólann og hlustað á börnin lesa fyrir sig en vegna covid hefur þetta legið niðri um tíma. Núna langar okkur að byrja aftur.
Lesa meira

Valgreinadagur í Blönduskóla 15. október 2021

Föstudaginn 15. október var valgreinadagur unglinga í 8. - 10. bekk haldinn í Blönduskóla. Þangað voru mættir 65 unglingar frá Blönduskóla, Höfðaskóla og Húnavallaskóla. Dagskráin hófst kl. 13:00 og stóð til kl. 21:00
Lesa meira

Hinsegin fræðsla í Blönduskóla

Miðvikudaginn 27. október kemur Ástrós Erla félagsráðgjafi á vegum Samtakanna 78 með hinseginfræðslu í skólann.
Lesa meira

Könnun eftir valgreinadag

Svaraðu nokkrum laufléttum spurningum um daginn til þess að hjálpa til við að gera næsta valgreinadag enn betri.
Lesa meira

Bleikur, bleikur dagur

Á morgun, föstudag, ætlum við í Blönduskóla að hafa bleikan þemadag. Nemendur og starfsfólk er hvatt til þess að koma í einhverju bleiku í skólann.
Lesa meira

Lærdómssamfélag í Austur Húnavatnssýslu

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu taka nú þátt í þróunarverkefninu Lærdómssamfélagið í A-Hún. sem Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir.
Lesa meira

Heimalestur - góð ráð

Fyrirlesturinn Samvinna um læsi var haldinn hér í skólanum fyrir foreldar 5. október.
Lesa meira