3. og 4. bekkur með rusl úr Fagrahvammi.
Í gær var stóri plokkdagurinn haldinn í fimmta skiptið.
Dagurinn er alla jafna er hann haldin síðustu helgina í apríl en sá tími hentar vel því þá er vorið komið á fleygiferð, snjór horfin úr byggð og plast og pappírs rusl sem lifað hefur veturinn af án þess að fjúka út í sjó býður hreinlega eftir því að verða bjargað og hent á viðeigandi stað.
3. og 4. bekkur létu ekki sitt eftir liggja og drifu sig í Fagrahvamm til þess að gera smá vorhreingerningu. Þau voru alveg svakalega dugleg og náðu heilmiklu rusli en það er ennþá eitthvað eftir fyrir áhugasama plokkara á öllum aldri.
Nemendur í 3. og 4. bekk hvetja alla bæjarbúa til þess að drífa sig út í góða veðrið til þess að plokka og taka þannig þátt í að fegra bæinn sinn.