Árshátíð Blönduskóla 2022
Árleg árshátíð Blönduskóla verður haldin 25. febrúar næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Hátíðin hefst kl. 18:00 (húsið opnar kl. 17:30).
Miðaverð fyrir 16 ára og eldri, fædda 2005 og fyrr, kr. 2.000,-
Miðaverð fyrir 1. til 10. bekk kr. 1.000,-
Frítt fyrir yngri
8. - 10. bekkur mun sýna leikritið Hans klaufa í nýrri útgáfu skrifaðri af nemendum 8. - 10. bekkjar og Jakobi S. Jónssyni leikstjóra.
7. bekkur mun sýna leikritið Kidda klaufa, staðfært og stíleserað af nemendum 7. bekkjar og Jakobi S. Jónssyni leikstjóra.
Einnig verða söngatriði í boði en því miður verður ekkert kökuhlaðborð að þessu sinni. 10.bekkur verður með sjoppu til fjáröflunar en það verður enginn posi á staðnum.
Árshátíð Blönduskóla er ein af fjáröflunum 10. bekkjar fyrir vorferð þeirra.
Árshátíðin verður tekin upp þannig að þeim sem ekki hafa tök á að mæta á sýninguna gefst tækifæri á að kaupa sér aðgang að sýningunni í næstu viku. Nánar auglýst síðar.
Vonandi sjáum við sem flesta og lofum við frábærri skemmtun.
Nemendur 7. - 10. bekkjar Blönduskóla