Blönduskóla lokað vegna hertra sóttvarnareglna

Samkvæmt hertum sóttvarnarreglum sem taka gildi um miðnætti er skólanum lokað.
Nemendur eru því komnir í snemmbúið páskafrí og því enginn skóli á fimmtudag og föstudag.

Von er á reglugerð ums skólastarf síðar og þá munum við geta tekið ákvörðun um skólahald eftir páska.

Við óskum ykkur öllum því gleðilegra páska og vonum að allir gangi hægt um gleðinnar dyr og fari eftir öllum sóttvarnarreglum.