Blönduskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í afleysingu til 31. maí 2022.

Blönduskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í afleysingu til 31. maí 2022. 

 

Um er að ræða u.þ.b. 50% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf um eða fljótlega eftir áramót. 

Óskað er eftir einstakling sem er tilbúinn til að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúi er m.a. kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda; félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum. 

Umsóknum skal skilað ásamt kynningarbréfi og ferilskrá í tölvupósti á netfang Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra,  thorhalla@blonduskoli.is. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 455-4750 eða 892-4928. Umsóknarfrestur er til 15. desember. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Öll kyn hvött til að sækja um.

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.