Fjölskylduganga

Mánudaginn 23. september var farið í fjölskyldugöngu í tengslum við verkefnið ,,Göngum í skólann".

Rúmlega 50 þátttakendur af öllum aldri tóku þátt í fjölskyldugöngunni í blíðskapar veðri. Farinn var léttur hringur yfir Blöndubrúnna, yfir í gamla bæinn og upp á Brekku og heim aftur. Skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. 

 

Fjolskylduganga