Framsagnarkeppni 7. bekkjar

Sigurvegarar keppninnar ásamt dómnefnd.
Sigurvegarar keppninnar ásamt dómnefnd.

Undankeppni Blönduskóla fyrir Framsagnarkeppnina í Húnavatnsþingi fór fram hér hjá okkur fimmtudaginn 17. mars.

Það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt í keppninni og hjá okkur eru þrír valdir til þátttöku í lokakeppnina og einn til vara.
Þeir sem valdir voru fyrir hönd Blönduskóla eru:
Adam Nökkvi Ingvarsson
Baltasar Guðmundsson
Trausti Þór Þorgilsson
Eyjólfur Örn Þorgilsson er þeirra varamaður.
Dómarar voru Þórdís Hauksdóttir, Jón Örn Stefánsson og Kristín Guðjónsdóttir en Arnrún og Lilja kennarar sáu um undirbúninginn.
Keppnin fór vel fram, keppendur stóðu sig allir vel og þökkum við dómurum kærlega fyrir hjálpina.
 
Lokakeppni Framsagnarkeppninnar í Húnavatnsþingi fer síðan fram hér hjá okkur í Blönduskóla næsta fimmtudag, 31. mars í matsal skólans. Þá koma samtals 12 nemendur frá Húnavallaskóla, Höfðaskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra og Blönduskóla saman og keppa í upplestri, lesa bæði ljóð og sögur.