Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi 2021

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi 2021 var haldin 18. mars í Blönduskóla. Að þessu sinni var engin sameiginleg lokakeppni heldur einungis bekkjarkeppnir í hverjum skóla. Í Blönduskóla voru þrír valdir með bestu framsögn en það voru þau Björgvin Svanur Dagbjartsson, Kristín Erla Sævarsdóttir og Stefana Björg Guðmannsdóttir. Dómarar voru Kolbrún Zophoníasdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Vilborg Pétursdóttir. Allir keppendur fengu bókarverðlaun frá skólanum en að auki fengu þau þrjú efstu viðurkenningarskjöl frá Röddum og ljóðabækur. Magdalena Berglind Björnsdóttir íslenskukennari sá um allan undirbúning keppninnar.