Göngum í skólann - sigurvegarar

Göngum í skólann - sigurvegarar

Sigurvegarar í Göngum í skólann verkefninu okkar að þessu sinni voru nemendur 5. og 6. bekkjar og var þeim afhentur gullskórinn frægi á íþróttadaginn sem haldinn var 16. september. 

Þátttaka í Göngum í skólann var almennt mjög góð og var mjótt á mununum. 5. og 6. bekkur var með 99% þátttöku og allir bekkir yfir 80%. Starfsfólk tók einnig þátt og hefur bætt sig ár frá ári. 

Íþróttadagurinn gekk mjög vel að vanda og mikil þátttaka allra aldursflokka enda fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði.