Hinsegin fræðsla í Blönduskóla

Hinsegin fræðsla í Blönduskóla

Miðvikudaginn 27. október kemur Ástrós Erla félagsráðgjafi á vegum Samtakanna 78 með hinseginfræðslu í skólann. Hún mun fara í alla námshópa um morguninn, hitta starfsfólk eftir hádegið og síðan er foreldrum boðið á fræðslufund í matsal skólans kl. 17:00. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Fræðslan getur auðveldað foreldrum að ræða þessi mál við börnin sín.