Hnýtum Hugarflugur - List fyrir alla

Rit- og myndhöfundarnir Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir komu í heimsókn 16. september á vegum verkefnisins List fyrir alla. Verkefnið þeirra heitir Hnýtum hugarflugur og markmið þess er að vekja athygli á að það að segja sögu í orðum og myndum er leið til að breyta heiminum. Í heimsókn sinni í 3. – 8. bekk sögðu þær frá vinnu sinni og fengu nemendur til að spreyta sig á fjölbreyttum og skapandi aðferðum við að setja saman sögu og myndir. Nánar er hægt að fræðast um verkefnið á vef List fyrir alla https://listfyriralla.is/event/hnytum-hugarflugur-2/