Íþróttadagur Blönduskóla

Íþróttadagur Blönduskóla verður haldinn á morgun fimmtudaginn 10. október.

Dagskráin hefst kl. 8:00 á Ólympíuhlaupi ÍSÍ þar sem nemendur og kennarar velja sér vegalengd við hæfi, þ.e. 2,5 km eða 5 km. Skráning í 5 km hlaup er fyrirfram hjá umsjónarkennara vegna tímatöku. Áhersla er lögð á að allir séu með og hver og einn hlaupi á sínum hraða. Allir hafi endurskins merki og klæði sig vel (muna eftir húfu og vettlingum). 

Að hlaupi loknu fara nemendur upp á pallana í íþróttahúsinu og borða nestið sitt en boðið verður upp á fría mjólk í boði MS.

Dagskrá í íþróttahúsinu:

a) Stöðvar í sal:
Boccia, allir sem vilja, skráningar hjá umsjónarkennara.
Fitnessbraut fyrir 5. - 10. bekk.
Klifurkeppni í 1. – 4. bekk.
Þrekhjól fyrir 5. - 10. bekk.
Pílukastkeppni, allir sem vilja.
Borðtennis, allir sem vilja og ýmislegt fleira.

b) Bekkjarkeppni
1. - 4. bekkur: Þrautaboðhlaup. Allir með.
5. – 7. bekkur og 8. - 10. bekkur: Dodgeball. Keppni milli bekkja, hver leikur er að hámarki 5 mín.

c) Kappleikur: Kennarar taka á móti 10.bekkingum í einhverri skemmtilegri íþróttagrein.

Stöðvar og spil uppi á pöllum/skólastofa - Öllum heimil þátttaka.

d) Einhver skemmtilegur leikur í lokin ef tími vinnst til – Öllum heimil þátttaka.

ATH!!! Dagskráin stendur yfir frá kl. 8:00 - 12:15 og þá fara nemendur í hádegismat að honum loknum lýkur skóladegi.


Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir.

Íþróttakveðja,
Óli Ben, Erla og Steinunn Hulda
íþróttakennarar