Krókusar til gleði
Fimmtudaginn 23. september héldum við áfram með verkefnið okkar Krókusar til gleði. Björk Bjarnadóttir umhverfisfræðingur og fyrrverandi nemandi við Blönduskóla sá um undirbúning og kom og vann verkið með okkur eins og síðastliðið haust. 1200 laukar eru nú komnir ofan í kirkjuhólinn og sluppum við rétt fyrir horn áður en fyrsta vetrarlægðin gekk yfir okkur. Í vor viðraði ekki nógu vel þannig að krókusarnir sem settir voru niður síðastliðið haust náðu fáir að blómstra. En við gefumst ekki upp og vonum að næsta vor megi sjá fleiri blóm á hólnum okkur og öðrum til ánægju. Það voru nemendur í 1. - 6. bekk sem sáu um gróðursetningu að þessu sinni.