Lestrarátak í desember -frábær þátttaka!

Lestrarátak Blönduskóla fór fram í desember. 

Bæði foreldrar og nemedur voru hvattir til að lesa upphátt í 15 mínútur á dag. 
Góð þátttaka var í lestrarátakinu og voru 4 nemendur og eitt foreldri dregið út og hlutu þau öll bók að gjöf frá skólanum. 

Þar sem um ákveðna tilraun var að ræða kom skemmtilega á óvart hversu margir foreldrar skiluðu inn miða en 65 foreldrar tóku þátt að þessu sinni.