Litlu jólin

Litlu jólin föstudaginn 20. desember 2019


Dagskrá
10:00 Mæting í skólann
10:10  Gengið til kirkju
      1. Hugvekja - skólastjórnandi
      2. Kórar - 1. – 6. bekkur
      3. Helgileikur - nemendur í 6. bekk
10:40 Jóladansleikur í íþróttasal
11:30 Litlu jól í stofum

Dagskrárlok um kl. 12:30 (geta orðið aðeins fyrr, mismunandi eftir bekkjum)
Nemendur eiga að hafa með sér smákökur og/eða kex og drykk. Gosdrykkir eru leyfðir en ekki sælgæti. Nemendur þurfa einnig að koma með sprittkerti og ílát undir það. 

 

Foreldrar eru hvattir til þess að taka þátt í þeirri dagskrá sem fram fer í kirkjunni og íþróttasalnum.

Nánari upplýsingar um litlu jól í stofum mun berast frá umsjónarkennara í tölvupósti til foreldra. 

Athygli er vakin á því að skóladagheimilið verður opið eftir hádegi ef þörf er á en foreldrar þurfa að hafa látið vita ef þeir vilja að börnin sín séu á skóladagheimilinu eftir hádegi.

Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020. 


Gleðileg jól!

Starfsfólk Blönduskóla