Námsmaraþon 10. bekkjar

 

Föstudaginn 8. maí til laugardagsins 9. maí ætla nemendur 10. bekkjar Blönduskóla að vera í skólanum og læra í 24 klukkustundir í námsmaraþoni.

Námsmaraþonið er hluti af fjáröflun bekkjarins vegna vorferðar sem áætluð er í lok maí.

Vegna aðstæðna í samfélaginu geta nemendur ekki gengið í hús og safnað áheitum líkt og verið hefur og leita því til ykkar með þessum hætti.

 

Búinn hefur verið til viðburður á Facebook og þeir sem vilja styrkja okkur beðnir um að leggja inn á reikning bekkjarins. Allar upplýsingar er að finna þar.

 

Bankaupplýsingar: 0307-22-683- kt. 5401201450

 

Með von um góðar viðtökur,

nemendur 10. bekkjar Blönduskóla