Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 - 5. október 2020

 

Í dag, 5. október, taka gildi nýjar sóttvarnarreglur https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/04/COVID-19-Breyttar-reglur-um-samkomutakmarkanir-og-skolahald/

Þar kemur m.a. fram um skólahald í leik- og grunnskólum að engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 eða síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk.
Ekki kemur til skerðingar á daglegu skólastarfi þrátt fyrir að við höfum nú færst yfir á neyðarstig.  Í ljósi þess viljum við þó árétta eftirfarandi varðandi framkvæmd skóla- og frístundastarfs til 18. október:

Gestakomur í skóla - Gestakomur miðast við brýna nauðsyn t.d. vegna barna í vanda. Öllum gestakomum sem ekki eru nauðsynlegar skal fresta.  Gestir þurfa að sýna ítrustu smitgát og bera grímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra fjarlægðarmörk. 

Vettvangsferðir - Vettvangsferðir „í hús“, söfn o.fl. verða felldar niður.  Áfram verður farið í vettvangsferðir utandyra.  Skoðað verður sérstaklega með ferðir vegna valgreinahelgar unglinga á Blönduósi og í skólabúðir og foreldrar upplýstir um það.

Mötuneyti - Hvatt er til þess að starfsfólk sem kemur að mötuneyti noti grímur og hanska þegar kemur að matarskömmtun og dreifingu mataráhalda.

Loftum vel - Mikilvægt er að tryggja góða loftræsingu og hafa glugga opna í rýmum þar sem skóla- og frístundastarf fer fram.

Fundir starfsmanna - Allir stærri fundir verða nú á Google meet þar til annað verður ákveðið.

Persónubundnar smitvarnir - Áfram skal hafa spritt við sameiginlega snertifleti eins og ljósritunarvél, kaffivél, vatnsvél, ísskápa, salerni o.þ.h. 

Viðtalsdagur - Foreldrar verða látnir vita með hvaða hætti sá dagur verður þegar nær dregur. 

 

Skólastjórnendur