Skólahreysti

Þriðjudaginn 4. maí fóru sex unglingar ásamt Óla íþróttakennara til Akureyrar til að taka þátt í undankeppni Skólahreysti ásamt öðrum grunnskólum á Norðurlandi. Aðalkeppendur voru  Anna Lotta, Emma Karen, Elyass og Fawaz en Norbert og Kristín Helga voru varamenn. Öll stóðu þau sig vel og voru skólanum okkar til sóma. Hægt er að sjá keppnina á RÚV https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/skolahreysti/30829/9608eh