Skólasetning haustið 2020

Kl. 9:00 mætir 2. bekkur í sína umsjónarstofu, nr. 2, innri stofu uppi í Gamla skóla. Á móti þeim taka Hrefna og Áslaug umsjónarkennarar. Foreldrar 1. bekkjar verða boðaðir með börnum sínum í viðtöl fimmtudag eða föstudag. 2. bekkur mætir síðan í fulla kennslu föstudaginn 21. ágúst, en 1.bekkur mætir fullan skóladag mánudaginn 24. ágúst.

Kl. 10:00 mæta nemendur 3. bekkjar í sína umsjónarstofu, nr. 3, uppi í Gamla skóla. Á móti þeim tekur Erla umsjónarkennari en auk hennar verður Jóhanna Jónasdóttir einnig þeirra umsjónarkennari.

Kl. 11:00 mæta nemendur 4. bekkjar í sína umsjónarstofu, nr. 3, uppi í Gamla skóla. Á móti þeim tekur Erla umsjónarkennari en auk hennar verður Jóhanna Jónasdóttir einnig þeirra umsjónarkennari.

Kl. 11:00 mæta nemendur í 5. - 10. bekk í Nýja skóla eins og hér segir:

5. og  6. bekkur í stofu 8 uppi í Nýja skóla - umsjónarkennarar Freyja og Katrín

7. og 8. bekkur í stofu 6 uppi í Nýja skóla - umsjónarkennarar Lilja og Sonja

9. og 10. bekkur í stofu 9 niðri í Nýja skóla - umsjónarkennarar Berglind og Páley

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 21. ágúst (hjá öllum nema 1. bekk).

Nauðsynlegt er að foreldrar barna sem eru að hefja nám í Blönduskóla hafi samband sem fyrst og skrái börnin sín í skólann, netfang: blonduskoli@blonduskoli.is. Foreldrar barna sem eru að koma úr leikskólanum Barnabæ þurfa þó ekki að skrá börnin sín.

Einnig er nauðsynlegt að láta vita ef nemendur eru að hætta.

 Hulda Birna og Unnar verða á skóladagheimilinu fyrir hádegi 20. ágúst. Þar veita þau upplýsingar og taka niður pantanir vegna lengdrar viðveru sem boðið er upp á fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

Nauðsynlegt er að þeir foreldrar sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu skrái börn sín þennan dag. Einnig er hægt að senda skráningu á hulda@blonduskoli.is og verða þær skráningar að berast eigi síðar en 21. ágúst. Við hvetjum þá foreldra, sem hafa nýtt sér skóladagheimilið og hyggjast nýta sér þjónustuna áfram, til að nota frekar tölvupóstinn til skráningar til að flýta fyrir. Skóladagheimilið verður opið kl. 12:30 – 16:00 frá og með föstudeginum 21. ágúst. Hægt er að nálgast upplýsingar um skóladagheimilið á heimasíðu skólans. 

Í vetur, eins og síðastliðinn vetur verður fyrirkomulag kennslu þannig háttað að tveimur bekkjum er alltaf kennt saman og verða tveir umsjónarkennara með hvern námshóp. Einnig verða kennarar tveir og tveir saman í kennsluteymum í bóklegum fögum. Við bendum á upplýsingar inn á vefnum okkar varðandi teymiskennslu: https://www.blonduskoli.is/is/skolinn/teymiskennsla og hvetjum ykkur til að kynna ykkur þær. 

Varðandi kennslugögn þá er sami háttur hafður á og síðastliðin ár. Skólinn skaffar öll helstu kennslugögn en nemendur þurfa að koma með skólatöskur, nesti og íþróttabúnað.

 Í viðhengi eru frekari upplýsingar til ykkar foreldra sem þið verðið að lesa og fleiri upplýsingar munu berast ykkur næstu daga.

Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri,

Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri