Skólaslit

Mynd: Snjólaug M. Jónsdóttir
Mynd: Snjólaug M. Jónsdóttir

Dagurinn byrjaði á útihátíð Blönduskóla sem haldin var í góðu veðri á skólalóðinni. Farið var í leiki og grillaðar pylsur. Útskrift 10. bekkjar fór svo fram í Eyvindarstofu og útskrifuðust 13 nemedur þetta árið. Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku hlaut Vilborg Jóhanna Líndal, verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku og einnig góðan heildarnámsárangur, hlaut Emma Karen Jónsdóttir.

Skólaárið var eins og áður hefur komið fram mjög óhefðbundið. Mikil hólfaskipting og lítið sem ekkert um samkomur. Við erum þó sammála um að vel hafi tekist til við að vinna úr þeim breytingum sem þetta hafði í för með sér. 

Starfsfólk Blönduskóla sendir nemendum og forráðamönnum barna í Blönduskóla, sem og öðrum Blönduósingum sumarkveðjur og þakkar fyrir annan óvenjulegan en góðan vetur.