Skóli í kassa

Krakkarnir í 5. og 6. bekk gáfu Skóla í kassa til UNICEF en þau völdu sjálf málefnið. 

„Skóli í kassa“ inniheldur allt sem þarf til að börn geti haldið skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður.

Málmboxið er fullt af námsgögnum: Stílabókum, blýöntum, strokleðrum, litum, skærum og öðru. Í því eru einnig sem dæmi upptrekkjanlegt útvarp og gráðubogi. Lokið á boxinu má síðan mála með krítum sem eru í kassanum og þar með eru börnin komin með krítartöflu.