Skreytingadagur

Í dag var árlegur skreytingadagur Blönduskóla. 

Hver hópur útfærði daginn á sinn hátt en börnin í 9. og 10. bekk vörðu deginum í smíðastofunni og bjuggu til mjög veglegt og flott jólaskraut sem þau byrjuðu á að hanna og unnu svo út frá sínum hugmyndum. Þrír drengir í 9. og 10. bekk, þeir Arnar Ben, Elís Óli og Óliver Pálmi bjuggu til þessa flottu stafi. Þeir voru svo almennilegir að gefa skólanum stafina. Ákveðið var að hafa stafina til sýnis í anddyri nýja skóla svo sem flestir gætu séð þetta flotta skraut.