Sumarskemmtun Blönduskóla á sumardaginn fyrsta

Hin árlega Sumarskemmtun Blönduskóla verður haldin fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta, í Félagsheimilinu á Blönduósi. Nemendur í 1. – 6. bekk sjá um öll skemmtiatriði undir leiðsögn kennara.

Skemmtunin hefst kl. 14:00. Aðgöngumiði kostar kr. 1.500. Ókeypis aðgangur er fyrir börn fædd 2010 ( 6. Bekk ) og yngri. 10. bekkur er með sjoppu fyrir gesti.

Athugið, enginn posi verður á svæðinu.