Upptakturinn Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

Nemandi í 9. bekk, Inga Rós Suska sendi inn tónlistarverk í Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Verk hennar var eitt af tólf verkum sem valin voru til verðlauna af 94 innsendum verkum. Verkin eru fullunnin í tónsmiðju í Listaháskóla Íslands og Hörpu með tónskáldum og fagfólki í tónlist. Að því ferli loknu hafa orðið til ný tónverk. Þriðjudaginn 20. apríl 2021 er áætlað að tónverkin verði flutt á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í Silfurbergi, Hörpu. Tónleikarnir eru hluti af opnunarhátíð Barnamenningar í Reykjavík. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk í tónlist. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin: Upptakturinn 2021. Þess má geta að Inga Rós vann m.a. að verkinu sínu í "áhugasviðsvali" sem er hluti af valfögum í 9. og 10. bekk þar sem nemendur geta unnið að sínum hugðarefnum einstaklingslega eða í litlum hópum.