Valgreinadagur í Blönduskóla 15. október 2021

Valgreinadagur í Blönduskóla 15. október 2021

Föstudaginn 15. október var valgreinadagur unglinga í 8. - 10. bekk haldinn í Blönduskóla. Þangað voru mættir 65 unglingar frá Blönduskóla, Höfðaskóla og Húnavallaskóla.

Dagskráin hófst kl. 13:00 og stóð til kl. 21:00

Nemendur höfðu fyrirfram valið sér tvær smiðjur til að taka þátt í og voru í hvorri smiðju í þrjár klukkustundir. Pitsuhlaðborð var upp á B&S milli smiðja og í lokin hittust allir í félagsmiðstöðinni Skjólinu. Margar og fjölbreyttar smiðjur voru í boði fyrir unglingana; brjóstsykursgerð, dúkristuþrykk, forritun, frisbígolf,  hár og förðun, heilsuefling, sig í kletta, standbretti, tie dye og prentun og útieldun. Dagurinn heppnaðist í alla staði mjög vel. Hægt er að sjá myndir inn á læstri foreldrasíðu Blönduskóla á blonduskoli.is

Hér eru einnig slóðir inn á tvö myndbönd sem Óliver í 10. bekk gerði eftir daginn.

https://www.youtube.com/watch?v=FcGKeWfoMfw

https://www.youtube.com/watch?v=N2fU-3hZjAE